SKILMÁLAR

Pantanir

 • Gengið er frá öllum pöntunum eins fljótt og hægt er
 • Pantanir eru yfirleitt teknar saman & tilbúnar til afhendingar samdægurs 
 • Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vöru eða vara endurgreidd ef þess er óskað
 • Velji kaupandi að fá vöru senda er á ábyrgð viðkomandi að gefa upp rétt heimilisfang og velja viðeigandi afhendingarmátar
 • Pantanir eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag eftir pöntun.
 • Einnig getur þú sótt vörurnar þínar til okkar í Fjörð Verslunarmiðstöð á afgreiðslutíma
 • Á álagstímum getur komið fyrir að afhendingartími sé lengri
 • Þegar þú verslar samþykkir þú skilmála

VERÐ Á VÖRUM OG SENDINGARKOSTNAÐUR

 • Öll verð í vefverslun eru gefin upp með VSK og eru reikningar gefnir út með VSK.
 • Verð, myndir og vörulýsingar eru birtar með fyrirvara um villur
 • Athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara
 • Milly ehf áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vöru er rangt skráð í vefverslun.
 • Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar.
 • Vefverslun MILLY.IS ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
 • Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferli.
 • Frí heimsending fyrir pantanir á smávöru ef verslað er fyrir 20.000 krónur eða meira.

Greiðsla pantana og öryggi

 • Hægt er að greiða fyrir vörur í vefverslun með eftirfarandi hætti:
 • Valitor
  Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.
  Tekið er við kreditkortum og debetkortum.
 • Netgíró
  Farið í gegnum örugga greiðslusíðu Netgíró.


Skilafrestur og endurgreiðsla

 • Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vöru og fengið endurgreiðslu eða inneign gegn framvísun sölureiknings, að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í upprunalegu ástandi og umbúðum.
 • Vörur með skiptimiða fæst skilað innan 14.daga og viðkomandi getur skipt í aðra vöru eða fengið inneignarnótu
 • Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvuskeyti á netfangið milly@milly.is
 • Við vöruskil er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
 • Flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
 • Kaupandi ber ábyrgð á vöru þar til hún hefur borist MILLY
 • Ekki er hægt að skila eða skipta útsöluvöru
 • Ekki er hægt að skila sérpöntunum

Sérpantanir

 • Athugið að allar þær sérpantanir sem eru gerðar fyrir viðskiptavini er ekki hægt að hætta við eða endurgreiða.
 • Afhending sérpantana getur verið 2-8 vikur
 • Allar sérpantanir eru greiddar að fullu fyrirfram. Afhendingartími er misjafn eftir því hvort varan sé til á lager erlendis eða ekki, og hversu langur framleiðslutíminn er. Við reynum alltaf eftir besta megni að fá vöruna sem fyrst til landsins.

Gölluð vara

 • Sé vara augljóslega gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn.

Lög og varnarþing

 • Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur MILLY á grundvelli þessara skilmála verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili MILLY og varnarþing er í Hafnarfirði
Ábendingar og fyrirspurnir má senda á milly@milly.is

Vefverslun Milly er rekin af Milly ehf. kt. 570921-0960