SKILMÁLAR

AFHENDING Á VÖRU
Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag. Pantanir eru sendar með Póstinum eða Dropp. 

GREIÐSLUMÁTI
Hægt er að greiða fyrir vörur í vefverslun með eftirfarandi hætti:
Valitor, Netgíró, Pei, Apple Pay

SKILAREGLUR
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vöru. Við bjóðum endurgreiðslu eða inneign gegn framvísun sölureiknings, að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í upprunalegu ástandi og umbúðum.
Vöruskil þarf að tilkynna okkur innan þessara 14 daga á netfangið milly@milly.is.
Flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Útsölu- eða tilboðsvörum fæst ekki skilað/skipt.

GÖLLUÐ VARA
Sé vara augljóslega gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðsla.
Sendingarkostnaður á gallaðri vöru er endurgreiddur að fullu. Kaupandi þarf að senda tölvupóst á milly@milly.is með upplýsingum um galla vöru fyrir skil.

VARA
Við reynum eftir fremsta megni að setja inn myndir sem sýna rétta liti vörunnar en þar sem litir geta verið ólíkir milli tölvuskjáa getum við ekki tryggt það að þinn tölvuskjár sýni litinn nákvæmlega eins og hann er í raun. 

UPPSELD VARA
Sé vara uppseld við kaup er kaupanda boðin endurgreiðsla eða að bíða eftir vöru, sé hún væntanleg. 

VERÐ
Verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti og eru reikningar gefnir út með virðisaukaskatti. Verð, myndir og vörulýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Milly ehf áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vöru er rangt skráð í vefverslun.

SÉRPANTANIR
Afhending sérpantana getur verið 2-12 vikur. Við reynum eftir besta megni að fá vöruna sem fyrst til landsins. Ekki er hægt að hætta við né skila sérpöntunum. Fyrirspurnir skal senda á milly@milly.is

    LÖG & VARNARÞING
    Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur MILLY á grundvelli þessara skilmála verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Milly ehf og varnarþing er í Hafnarfirði

    Ábendingar og fyrirspurnir má senda á milly@milly.is